Deila um forræði dóttur sinnar

Bradley Cooper og Irina Shayk eru skilin. Þau deila nú ...
Bradley Cooper og Irina Shayk eru skilin. Þau deila nú um forræði dóttur sinnar sem er tveggja ára að aldri. mbl.is/AFP

Bradley Cooper og Irina Shayk eru komin í hár saman ef marka má vef Mirror þar sem þau deila um forræði tveggja ára dóttur sinnar Leu De Seine Shayk Cooper. 

Cooper sem búsettur er í Los Angeles ku sáttur við að búa í Los Angeles áfram á meðan að fyrirsætan Sheyk vil flytja aftur til New York og búa þar um ókomna tíð. 

Fréttamiðillinn hefur eftir heimildarmanni að Shayk hafi aldrei fundið sig í Los Angeles, sér í lagi ekki í húsi Cooper í Pacific Palisades þar sem mamma hans bjó með þeim og stjórnaði húshaldinu.

Cooper og Shayk eru með athyglina á barninu um þessar mundir og síðan á vinnuna sína og vilja gera allt sem þau geta til að ná saman að lokum. 

mbl.is