Deila um forræði dóttur sinnar

Bradley Cooper og Irina Shayk eru skilin. Þau deila nú …
Bradley Cooper og Irina Shayk eru skilin. Þau deila nú um forræði dóttur sinnar sem er tveggja ára að aldri. mbl.is/AFP

Bradley Cooper og Irina Shayk eru komin í hár saman ef marka má vef Mirror þar sem þau deila um forræði tveggja ára dóttur sinnar Leu De Seine Shayk Cooper. 

Cooper sem búsettur er í Los Angeles ku sáttur við að búa í Los Angeles áfram á meðan að fyrirsætan Sheyk vil flytja aftur til New York og búa þar um ókomna tíð. 

Fréttamiðillinn hefur eftir heimildarmanni að Shayk hafi aldrei fundið sig í Los Angeles, sér í lagi ekki í húsi Cooper í Pacific Palisades þar sem mamma hans bjó með þeim og stjórnaði húshaldinu.

Cooper og Shayk eru með athyglina á barninu um þessar mundir og síðan á vinnuna sína og vilja gera allt sem þau geta til að ná saman að lokum. 

mbl.is