Frumsýnir óléttukúluna ber að ofan

Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell á von á barni.
Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell á von á barni. skjáskot/Instagram

Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell greindi frá því um helgina að hún ætti von á barni. Hún tilkynnti um óléttuna á Instagram með því að birta mynd af sér með myndarlega óléttukúlu. Um er að ræða fyrsta barn leikkonunnar en hún greindi frá því um áramótin að hún hefði misst fóstur. 

Myndin sem Mitchell birti segir allt sem segja þarf en Mitchell er 32 ára og á von á barninu með kærasta sínum Matte Babel. Ekki kemur fram hvenær er von á barninu en miðað við stærðina á kúlunni virðist hún vera komin nokkuð á leið. 

„Ég missti fóst­ur og missti barn vona minna og drauma,“ skrifaði Mitchell um áramótin og vildi meðal annars vekja athygli á að lífið væri ekki alltaf eins og það virðist vera á samfélagsmiðlum. 

View this post on Instagram

Does this mean I’m allowed to drive in the car pool lane at all times now?

A post shared by Shay Mitchell (@shaymitchell) on Jun 28, 2019 at 12:26pm PDTmbl.is