Eru að hugsa um barn númer tvö

Meghan og Harry eignuðust sitt fyrsta barn í maí.
Meghan og Harry eignuðust sitt fyrsta barn í maí. mbl.is/AFP

Konunglegi sérfræðingurinn Katie Nicholl telur líklegt að von sé á óléttutilkynningu frá Harry og Meghan, hertogahjónunum af Sussex, á næsta ári. Nicholl sem er í viðtali á vef ET segir hjónin vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að stærri fjölskyldu. 

Þó svo almenningur velti möguleikanum á öðru barni fyrir sér telur hún það fullsnemmt að ræða annað barn. Heimildarmaður sagði henni þó að hjónin væru sammála um að eignast stóra fjölskyldu. 

„Þau vilja pottþétt systkini fyrir Archie svo mögulega munum við sjá óléttutilkynningu, aðra óléttutilkynningu frá Meghan og Harry, einhvern tímann á næsta ári, en akkúrat núna eru þau skiljanlega að einbeita sér að Archie.“

„Líf þeirra hefur breyst gífurlega mikið og það var eitt af því sem heimildarmennirnir sem ég talaði við sögðu mér - að þetta hafi virkilega verið viðburður sem breytti lífi þeirra. Jú þau eru í konungsfjölskyldunni, þau hafa líklega meiri hjálp en við hin en líf þeirra hefur tekið u-beygju til hins betra. Svo ég held að á þessari stund séu þau að einbeita sér að Archie en ég veit að þau ætla að eignast meira en eitt barn,“ sagði sérfræðingurinn. 

Harry og Meghan eru ekki þekkt fyrir að bíða þegar kemur að stórum ákvörðunum. Þau kynntust sumarið 2016 og giftu sig árið 2018. Tæpu ári eftir að þau giftu sig kom svo frumburðurinn í heiminn. Meghan verður 38 ára í næsta mánuði og Harry 35 í haust svo það er líklega ekki eftir neinu að bíða, en fara að huga að öðru barni ef þau vilja stóra fjölskyldu. 

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja.
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert