Hefði viljað fá boð í skírnina

Föður Meghan var ekki boðið í skírn Archie litla.
Föður Meghan var ekki boðið í skírn Archie litla. mbl.is/AFP PHOTO / SUSSEXROYAL / CHRIS ALLERTON

Faðir Meghan hertogaynju hefur tjáð sig um skírn Archie litla en Meghan og Harry létu skíra son sinn á laugardaginn. Hinn 74 ára gamli Thomas Markle sagði í viðtali við Daily Mail að hann hefði ekki fengið boð í skírnina en hefði viljað vera viðstaddur. 

„Ég hef verið spurður hvort ég hefði viljað fara til Bretlands til þess að vera við skírn dóttursonar míns,“ sagði Markle sem sagðist auðvitað viljað hafa verið viðstaddur. Sjálfur var hann virkur í kirkjustarfi þegar hann var ungur og var í kirkju sem hann kallaði kirkju drottningar. „Svo auðvitað hefði ég viljað vera þar fyrir skírnina og óska Archie og foreldrum hans góðrar heilsu og hamingju.“

Thomas Markle hefur aldrei séð afastrák sinn en móðir Meghan, Doria Ragland, flaug til Bretlands frá Bandaríkjunum til þess að vera viðstödd fæðinguna og til þess að vera viðstödd skírnina á laugardaginn. Ragland var eina manneskjan frá hlið Meghan á mynd sem var birt úr formlegri myndatöku eftir skírn Archie á laugardaginn. 

Doria Ragland mætti úr fjölskyldu Meghan en annars mátti sjá …
Doria Ragland mætti úr fjölskyldu Meghan en annars mátti sjá Karl Bretaprins og eiginkonu hans Camillu, bróður Harry og mágkonu, Vilhjálm og Katrínu. Auk þess systur Díönu prinsessu þær Jane Fellowes og Söruh McCorquodale. mbl.is/AFP PHOTO / SUSSEXROYAL / CHRIS ALLERTON
mbl.is