Sverrir Ingi og Hrefna eignuðust dóttur

Sverrir Ingi Ingason og Hrefna Dís eignuðust barn í byrjun …
Sverrir Ingi Ingason og Hrefna Dís eignuðust barn í byrjun júlí.

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason og kærasta hans, Hrefna Dís Halldórsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn 1. júlí. Hrefna Dís greinir frá komu erfingjans á Instagram í dag en parið býr saman í Grikklandi þar sem Sverrir Ingi spilar knattspyrnu. 

01.07.19 er dagurinn sem litli demanturinn okkar kom í heiminn,“ skrifar Hrefna Dís. „Fyrstu dagarnir með henni hafa verið hreint dásamlegir og erum við foreldrarnir yfir okkur ástfangin.“

Sverrir Ingi og Hrefna Dís sem gerði einnig garðinn frægan sem samkvæmisdansari í þáttunum Allir geta dansað hafa verið saman í sex ár. Á ný­árs­dag til­kynnti Hrefna Dís að hún og Sverr­ir Ingi Inga­son, at­vinnumaður í knatt­spyrnu, ættu von á erf­ingja í júní. Svo virðist sem stúlkan hafi því látið bíða eftir sér í nokkra daga. 

mbl.is