Alveg eins og foreldrarnir

Maya Hawke.
Maya Hawke. skjáskot/Instagram

Leikkonan Maya Hawke, nýjasta stjarna þáttanna Stranger Things, er nauðalík foreldrum sínum, leikurunum Uma Thurman og Ethan Hawke. 

Foreldrar hennar eru engir nýgræðingar í Hollywood, en Uma Thurman lék meðal annars í Pulp Fiction og Kill Bill-myndunum ásamt fjölda annarra mynda. Ethan Hawke hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Training Day og Boyhood. 

Uma Thurman er mamma Mayu Hawke.
Uma Thurman er mamma Mayu Hawke. CARL COURT
Ethan Hawke er pabbi Mayu Hawke.
Ethan Hawke er pabbi Mayu Hawke. AFP

Thurman og Hawke voru gift á árunum 1998 til 2005 og eignuðust Mayu árið 1998. Þetta er frumraun Mayu á sjónvarpsskjánum en hún fer einnig með hlutverk í þáttununum Little Women.

Maya fer nú með hlutverk í Stranger Things og er faðir hennar einstaklega stoltur af henni ef marka má færslu hans á Instagram.

mbl.is