Blue Ivy stal senunni með móður sinni

Blue Ivy Carter og Beyoncé voru í stíl þegar myndin …
Blue Ivy Carter og Beyoncé voru í stíl þegar myndin um Konung ljónanna var frumsýnd. mbl.is/AFP

Söngkonan Beyconé mætti ásamt dóttur sinni, Blue Ivy, þegar leikin endurgerð á Konungi ljónanna var frumsýnd í gær, 9. júlí, í Hollywood. Þær mæðgur áttu rauða dregilinn og var það ekki síst sjö ára dóttir Beyoncé sem vakti athygli. 

Blue Ivy var eins og minni útgáfa af móður sinni en þær mættu í nánast eins fötum. Báðar voru þær í jakkakjólum frá Alexander McQueen með svipuðum pilsum. Ögn fleiri demanta mátti finna á jakka Beyoncé auk þess sem hún var ber undir jakkanum. Mæðgurnar voru einnig báðar með vel fléttað hár en Blue Ivy var þó með tvo snúða sem hæfðu aldri hennar. 

Margir krakkar ólust upp við að horfa á teiknimyndina Konung ljónanna og mun ný kynslóð líklega alast upp við að horfa á endurgerðina. Börn Beyoncé og Jay-Z, þau Blue Ivy og tvíburarnir Rumi og Sir, eiga því líklega eftir að alast upp við það að heyra í móður sinni í myndinni en Beyoncé ljáir ljónynjunni Nölu rödd sína. 

Blue Ivy Carter og Beyoncé.
Blue Ivy Carter og Beyoncé. mbl.is/AFP
mbl.is