Fannar og Vala eiga von á barni no. 2

Fannar Sveinsson og Valgerður Kristjánsdóttir.
Fannar Sveinsson og Valgerður Kristjánsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sjónvarpsstjarnan Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir eða Vala eins og hún er kölluð eiga von á barni. Fyrir eiga þau soninn Eystein sem er fæddur í nóvember 2017 og er mikið krútt. Þau Fannar og Valgerður tilkynntu á Facebook að brátt yrðu þau fjögurra manna fjölskylda. 

Fannar varð heimsfrægur á Íslandi þegar hann sló í gegn í Hraðfréttum ásamt samstarfsmanni sínum, Benedikt Valssyni, en þættirnir hófu göngu sína á mbl.is áður en þeir fóru yfir á RÚV. 

Nú er Fannar að vinna að annarri seríu af þáttunum Venjulegt fólk sem sýnt er í Sjónvarpi Símans. 

mbl.is