Beckham stendur sig illa

Brooklyn Beckham ásamt pabba sínum, David Beckham.
Brooklyn Beckham ásamt pabba sínum, David Beckham. AFP

Elsti sonur Victoriu og David Beckham, Brooklyn Beckham, stendur sig ekki nógu vel í starfsnámi sem hann er í. Beckham er í starfsnámi hjá heimsfræga ljósmyndaranum Rankin.

Samkvæmt heimildarmanni The Sun er samstarfsfólk hans hissa á hversu litla þekkingu hann hefur á grunnatriðum í ljósmyndun. Hann á erfitt með að sinna einföldum verkefnum og þarf mikla aðstoð. 

„Allir vissu að hann þyrfti að fínpússa vinnuna sína, en enginn vissi að hann kynni ekki grunnatriði,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann bætti við að allir hefðu haft mikla trú á honum en að hann sé ekki að standa sig nógu vel. 

„Það vantar upp á hjá honum á flestum sviðum. En hann reynir að vinna það upp með eldmóði og áhugasemi,“ hefur The Sun eftir heimildarmanninum. 

Beckham komst inn í hinn virta Parsons School of Design í New York, en hætti í skólanum í fyrra því hann komst inn í starfsnám hjá Rankin. 

Hinn tvítugi byrjaði ungur að reyna fyrir sér í ljósmyndaheiminum en hann gaf út ljósmyndabókina „What I See“ árið 2017. 

Þegar hann var aðeins 17 ára gamall, árið 2016, tók hann myndir fyrir auglýsingaherferð Burberry. Hann hefur einnig tekið fjölda myndaþátta fyrir önnur þekkt tískufyrirtæki.

View this post on Instagram

Such a fun shoot with @thegr8khalid and the @BMW #i8 Roadster just before his Coachella performance today ! #roadtocoachella

A post shared by bb🌷 (@brooklynbeckham) on Apr 14, 2019 at 1:52pm PDT

mbl.is