Stjörnur sem eignuðust börn í leyni

Travis Scott og Kylie Jenner gerðu heiðarlega tilraun til þess …
Travis Scott og Kylie Jenner gerðu heiðarlega tilraun til þess að fela óléttuna. mbl.is/AFP

Stjörnunum í Hollywood gengur misvel að halda því leyndu að von sé á barni. Þegar ættleiðing eða staðgöngumæður er annars vegar gengur stjörnunum betur að fela væntanlegt barn eins og er rifjað upp á vef Us Weekly. Kylie Jenner reyndi að leyna meðgöngu sinni og er það dæmi um þegar illa gengur að fela óléttu. Jenner fær þó prik fyrir að hafa ekki gefist upp á feluleiknum. 

Kylie Jenner og Travis Scott

Raunveruleikastjarnan eignaðist barn í febrúar í fyrra. Jenner reyndi eftir bestu getu að fela óléttukúluna og greindi fyrst frá óléttunni þegar dóttirin Stormi var komin í heiminn. 

Kylie Jenner og Travis Scott.
Kylie Jenner og Travis Scott. mbl.is/AFP

Jessica Chastain og Gian Luca Passi de Preposulo

Verðlaunaleikkonan hefur tekist vel að halda einkalífi sínu út af fyrir sig. Það kom því ekki á óvart að hún og eiginmaður hennar náðu að fela það þegar þau eignuðust barn með hjálp staðgöngumóður. Barnið kom í heiminn í fyrra en Chastain sást meðal annars með barnavagn á tökustað. 

Jessica Chastain.
Jessica Chastain. mbl.is/AFP

Rashida Jones og Ezra Koenig

Grínleikkonan og Vampire Weekend-söngvarinn eignuðust barn saman í fyrra. Ekkert fór fyrir meðgöngu og birtust ekki fréttir af barninu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom í heiminn.

Rashida Jones.
Rashida Jones. mbl.is/AFP

Andy Samberg og Joanna Newsom

Brooklyn Nine-Nine-stjarnan Andy Samberg og eiginkona hans Joanna Newsom héldu óléttunni leyndri. Talsmaður Samberg greindi svo frá því í ágúst 2017 að hjónin hefðu eignast sitt fyrsta barn. 

Andy Samberg.
Andy Samberg. mbl.is/AFP

Zoe Saldana og Marco Perego

Guardians of the Galaxy-leikkonan náði að fela sína aðra meðgöngu en Saldana og eiginmaður hennar eignuðust son í febrúar 2017. Sonurinn var þriðja barn hjónanna en þau eignuðust tvíbura árið 2014. 

Zoe Saldana og eiginmaður hennar, Marco Perego þegar hún gekk …
Zoe Saldana og eiginmaður hennar, Marco Perego þegar hún gekk með tvíburana. mbl.is/AFP

Sandra Bullock

Leikkonan greindi frá því í desember 2014 að hún hefði ættleitt sitt annað barn. Tveimur mánuðum áður sást leikkonan halda á litlu barni á spítala.

Sandra Bullock á ættleidd börn.
Sandra Bullock á ættleidd börn. mbl.is/AFP

Alexis Bledel og Vincent Kartheiser

Leikkonan eignaðist barn með Mad Men-stjörnunni haustið 2015. Þau héldu barninu leyndu og var það í raun meðleikari Bledel úr Gilmore Girls-þáttunum, Scott Patterson, sem kjaftaði frá.

Vincent Kartheiser og Alexis Bledel eiga eitt barn saman.
Vincent Kartheiser og Alexis Bledel eiga eitt barn saman. mbl.is/AFP

Ellen Pompeo og Chris Ivery

Grey's Anatomy stjarnan og eiginmaður hennar, Chris Ivery, tilkynntu að þau hefðu eignast dóttur árið 2014. Tilkynningin kom tveimur mánuðum eftir að barnið kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. Tveimur árum seinna kom aftur tilkynning en þá höfðu þau eignast son einnig með hjálp staðgöngumóður. 

Ellen Pompeo.
Ellen Pompeo. mbl.is/AFP

 

mbl.is