Stórundarleg regla í eins árs afmæli

Foreldrar setja mismunandi reglur fyrir barnaafmæli.
Foreldrar setja mismunandi reglur fyrir barnaafmæli. mbl.is/Thinkstockphotos

Það kann að hljóma eðlilega að biðja fólk um að mæta ekki undir áhrifum vímuefna í barnaafmæli. Móðir sem var að halda upp á sitt fyrsta barnaafmæli setti þó enn frekari reglur eins og boðsgestur greindi frá á Reddit. Var það samkynhneigður maður og eiginmaður hans sem fengu þau undarlegu tilmæli að stunda ekki kynlíf mánuði fyrir afmælisveisluna og viku eftir. 

Sagði maðurinn að honum og eiginmanni hans hafi fundist þetta undarlegt auk þess flestir boðsgesta voru fullorðið fólk í hjónabandi. „Við ákváðum að fara ekki vegna þess að ef við hefðum farið hefðum við brotið þessa reglu,“ sagði maðurinn. 

Móðir afmælisbarnsins sem mennirnir þekktu í gegnum kirkjusöfnuð sendi mönnunum og fjölda annarra boðsgesta hópskilaboð daginn eftir. Þar spurði hún af hverju fólk hefði látið sig vanta. Fjöldi fólks sagði ástæðuna vera að það hefði gerst brotlegt. Varð móðirin reið, sagði fólk vera syndara og lokaði á það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert