Á erfitt með að vera í kringum óléttar konur

Getur ekki verið í kringum ófrískar konur.
Getur ekki verið í kringum ófrískar konur. Pexels

Konu, sem hefur átt í erfiðleikum með að eignast börn, finnst erfitt að vera í kringum vinkonur sínar sem eru næstum því allar óléttar. Hún leitar ráða ráðgjafa Elle, E. Jean. 

„Kæra E. Jean

Ég á yndislega 2 ára dóttur sem er ljós lífs míns og eiginmann sem ég dái. Ég elska að vera mamma og langar svo ofboðslega að stækka fjölskylduna okkar. En ég hef misst þrjú fóstur á síðustu 10 mánuðum (þrátt fyrir að fara í öll próf og meðferðir við blóðtöppum sem tengjast fósturmissi), þar að auki missti ég pabba minn. Eins og staðan er í dag er ég of sár yfir öllum þessum missi og þarf að taka mér hlé frá því að reyna að eignast annað barn. Og ég er að átta mig á því að kannski er það ekki spilunum sem Móðir náttúra gaf okkur að eignast annað barn (það tók okkur tvö ár að eignast dóttur okkar, þannig að frjósemi er ekki mín sterkasta hlið).

Vandamálið er að næstum allar vinkonur mínar eru óléttar núna og mér finnst mjög erfitt að vera í kring um þær. Að horfa á líkama þeirra breytast er stöðug áminningum hvar ég ætti að vera stödd á meðgöngunum sem aldrei urðu. Mig langar ekki að loka mig af, sérstaklega þar sem ég er að syrgja, en mér finnst samt mjög erfitt að vera í kringum svona frjósamar konur. Hvað á ég að gera, ég get ekki fundið mér nýjan vinahóp?“

„Kæra mín, elsku kona, en ömurlegir 10 mánuðir! Ó Guð! Ég syrgi með þér og finnst ömurlegt að geta ekki hjálpað þér meira.

Að syrgja börnin sem „gætu hafa orðið til“ er mjög sársaukafullt og erfitt og aðrir hlutir í lífinu, jafnvel meira í þínu tilviki þar sem þú ert einnig að syrgja pabba þinn. Það er því ekki skrítið að þú eigir erfitt með allar tilfinningarnar þínar í kringum vinkonur þína. Mjög skiljanlegt og náttúrulegt. Þetta mun batna með tímanum. En svo við veltum því fyrir okkur hvaða spil Móðir náttúra gaf þér, þá get ég hjálpað þér því ég sé hvaða hönd þú ert með. Þú ert með fjóra ása á hendi, eiginmann þin og dóttur þína, því að börnin telja þrefalt. Fjórir ásar. Einblíndu á það sem þú ert með á hendi. Þau eru styrkur þinn. Þau eru bjargirnar þínar. Þau munu toga þig aftur yfir í gleðina sem fylgir lífinu. Prófaðu líka að finna þér stuðningshóp fyrir fólk sem hefur upplifað fósturmissi og eignastu nýja vini á þessum tímapunkti í lífinu. Af því að vinir þínir sem eiga von á barni skilja þig ekki. Elskaðu vini þína eins og þú getur, þangað til þú ert nógu sterk. Núna er ekki góður tími til að eyða tíma með þeim.“

Það getur verið erfitt fyrir konur sem glíma við ófrjósemi …
Það getur verið erfitt fyrir konur sem glíma við ófrjósemi að vera í kringum barnshafandi konur. Colourbox
mbl.is