„Fólk vorkennir þér ef þú vilt ekki börn“

Miley Cyrus hefur áhyggjur af hlýnun jarðar og hefur ekki …
Miley Cyrus hefur áhyggjur af hlýnun jarðar og hefur ekki áhuga á að eignast barn vegna þess. mbl.is/AFP

Aðdáendur Miley Cyrus gætu þurft að bíða lengi eftir því að hún og eiginmaður hennar, Liam Hemsworth, ákveði að fjölga sér. Cyrus segir í viðtali við Elle að loftslagsvandamál sem steðja að heiminum í dag sé ástæða þess að hún ætlar að bíða með barneignir. Hún er ekki ánægð með þær kröfur sem gerðar eru til kvenna þegar kemur að barneignum. 

„Þær kröfur eru gerðar til okkar að fjölga mannkyni jarðarinnar. Og þegar það er ekki hluti af áformum okkar eða tilgangi er svo mikil dómaharka og reiði að þau reyna að breyta lögum til þess að neyða þig til þess, jafnvel þótt þú verðir ólétt í ofbeldisaðstæðum. Fólk vorkennir þér ef þú vilt ekki börn eins þú sért köld, hjartalaus tík sem er ekki fær um að elska,“ segir Cyrus. 

Sjálf segir Cyrus þó ekki ætla að eignast börn vegna þess að tilgangur hennar sé annar. Hún segist einfaldlega ekki hafa löngun til þess að barnið hennar þurfi að glíma við þau loftslagsvandamál sem hún þarf að glíma við. 

„Við höfum verið að gera það sama við jörðina og er gert við konur. Við bara tökum og tökum og búumst við því að hún haldi áfram að framleiða. Og það er þreytandi. Hún getur ekki framleitt. Við erum látin fá þessa draslplánetu og ég neita að gefa barninu mínu hana. Þangað til að mér líður eins og barnið mitt búi á jörð þar sem fiskar synda í vötnum ætla ég ekki að bæta við manneskju til þess að takast á við þetta.“

Miley Cyrus og Liam Hemsworth.
Miley Cyrus og Liam Hemsworth. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert