Endurvekur Veronicu Mars fyrir dæturnar

Kristen Bell fer með hlutverk Veronicu Mars.
Kristen Bell fer með hlutverk Veronicu Mars. AFP

Leikkonan Kristen Bell segir að hún hafi viljað endurvekja persónu sína Veronicu Mars fyrir dætur sínar. Nýir þættir af einkaspæjaranum vinsæla Veronicu Mars eru væntanlegir á steymisveituna Hulu síðar í mánuðinum. 

Þættirnir um Veronicu Mars voru sýndir á árunum 2004 til 2007 en var aflýst eftir þriðju seríuna. Þeir nutu þó mikillar hylli á sínum tíma og vinsældir þeirra hafa jafnvel bara aukist á síðustu árum.

Höfundur þáttanna Rob Thomas hafði samband við Bell í fyrra en þá var mikið á döfinni hjá leikkonunni. Hún fer með aðalhlutverk í þáttunum The Good Place og hafði skrifað undir samning hjá þeim. Bell ákvað samt sem áður að slá til.

Hún segist hafa spurt sjálfa sig „Vil ég heim þar sem dætur mínar vita að hún [Veronica Mars] er til? Eða finnst mér vera nóg af efni þarna úti fyrir þær?“ Hún ákvað því að hún myndi taka þátt í að gera fjórðu seríu af Veronicu Mars að veruleika. Bell á tvær dætur, fæddar 2013 og 2014.

Veronica Mars kom Kristen Bell á kortið og eftir það fékk hún fjölda annara hlutverka. Hún segir að það hljómi kannski væmið en hún þarfnast enn þá Mars. 

mbl.is