Flókið að verða mamma 24 ára

Hilary Duff á tvö börn.
Hilary Duff á tvö börn. mbl.is/AFP

Fyrrverandi barnastjarnan Hilary Duff eignaðist sitt annað barn í fyrra en hún varð móðir í fyrsta sinn árið 2012 þá 24 ára gömul. Duff segist hafa verið tilbúin til að verða móðir þegar hún eignaðist soninn Luca Cruz með fyrrverandi eiginmanni sínum þó það hafi verið flókið að því fram kemur í nýjum hlaðvarpsþætti sem People greinir frá. 

„Það var svolítið einangrandi í byrjun af því að á þeim tíma átti ég ekki marga vini sem voru byrjaðir að eignast börn,“ segir Duff um hvernig það var að verða móðir 24 ára. 

Duff byrjaði ung að leika og syngja og var ákvörðunin að eignast barn 24 ára eðlilegt næsta skref. Hún var því bæði tilbúin til þess að eignast barn en á sama tíma hrædd. Leikkonan segir að hún hafa fundið fyrst fyrir hræðslu þegar hún varð ólétt. 

„Fyrsta eina og hálfa árið eftir að ég eignaðist hann leið mér eins og ég hefði misst stóran hluta af sjálfri mér,“ segir Duff en vildi þó ekki endilega meina að það hefði verið neikvæð upplifun

Duff lýsir því að það hafi verið brjálað að gera fyrstu mánuðina auk þess sem hún hafi googlað af þráhyggju. „Ég vissi að þetta væri mikilvægasta og stærsta verk í heimi en þú veist, þetta lítur öðruvísi út þegar þú ert alltaf ein heima með barnið.“

Þrátt fyrir smá áfall í byrjun segir Duff að upplifunin að verða móðir hafi verið sú besta í lífi sínu. Móðurhlutverkið hafi verið yndislegt en um leið erfitt. 

View this post on Instagram

These babies bringing all the sunshine

A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff) on Jan 12, 2019 at 5:55pm PSTmbl.is