Lúðvík fékk gjöf frá tennismeistara

Lúðvík litli fékk nýja skó á sunnudaginn.
Lúðvík litli fékk nýja skó á sunnudaginn. mbl.is/AFP / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE

Lúðvík litli, yngri sonur Katrínar hertogaynju og Vilhjálms Bretaprins var ekki með í för á úrslitaleik Wimbledon um helgina, en hann fékk samt sem áður gjöf þegar foreldrar hans komu heim af leiknum. 

Tennismeistarinn Stan Smith var staddur á leiknum í sömu stúku og Katrín og Vilhjálmur en hann rétti Katrínu áritað skópar af Stan Smith-skónum frægu frá Adidas. Stan Smith er bandarískur tennisspilari sem var á sínum gullaldarárum bestur í heiminum í einleik karla. 

Lúðvík litli getur kannski ekki haldið á tennisspaða enn þá en hann getur svo sannarlega spókað sig um í skópari frá einni stærstu tennisstjörnu í heimi. 

Katrín tekur við skónnum af Stan Smith.
Katrín tekur við skónnum af Stan Smith. AFP
Katrín og Vilhjálmur komu færandi hendi heim eftir leikinn á …
Katrín og Vilhjálmur komu færandi hendi heim eftir leikinn á sunnudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert