Krúttlegur einhleypur faðir slær í gegn

Sagan af krúttlega pabbanum á leið á stefnumót hefur farið …
Sagan af krúttlega pabbanum á leið á stefnumót hefur farið víða. skjáskot/Twitter

Faðir sem leitaði tískuráða hjá dóttur sinni áður en hann fór á stefnumót á dögunum hefur slegið í gegn á Twitter. Manneskjan sem faðirinn átti að fara á stefnumót með mætti reyndar ekki en einhleypi faðirinn hefur þó fengið sínar 15 mínútur af frægð á netinu með tilheyrandi kvenhylli. 

Dóttir mannsins birti myndir af skilaboðum frá föður sínum í tístinu fræga þar sem hann sést máta skyrtur fyrir stefnumótið. Hún ráðlagði honum svo í hvaða skyrtu hann ætti að fara í og hvort hann ætti að gyrða skyrturnar. 

Netverjum fannst faðirinn ólýsanlega krúttlegur en það kom í ljós að þetta feðgina samband er ekki einstakt. Margir feður leita ráða hjá dætrum sínum þegar þeir fara á stefnumót eins og kom bersýnilega í ljós á Twitter-þræðinum. Það eru ekki bara einhleypir feður sem leita tískuráða hjá dætrum sínum þar sem ein dóttir sagðist þurfa veita föður sínum ráð áður en hann fer á stefnumót með móður hennar.

mbl.is