Cooper og Shayk munu deila forræði

Bradley Cooper og Irina Shayk hættu saman í vor eftir …
Bradley Cooper og Irina Shayk hættu saman í vor eftir 4 ára samband. AFP

Leikarinn Bradley Cooper og fyrrverandi kærasta hans og barnsmóðir Irina Shayk hafa náð samkomulagi um forræði yfir dóttur sinni.

Samkvæmt heimildum TMZ munu þau deila forræði yfir dóttur sinni, hinni tveggja ára gömlu Leu De Seine. Cooper og Shayk hafa einnig komið sér saman um að búa bæði í New York-borg.

Cooper og Shayk bjuggu í Los Angeles-borg en keyptu hús í New York síðasta haust. Shayk ferðast mikið vegna fyrirsætustarfa sinna en mun þá væntanlega eiga heimili í New York héðan í frá. Cooper þarf líklega að eyða einhverjum tíma í Los Angeles vegna starfa sinna og heldur því húsinu í Los Angeles. 

mbl.is