Kardashian ósátt með skólamatinn

Kourtney Kardashian reynir að vera umhverfisvænni.
Kourtney Kardashian reynir að vera umhverfisvænni. mbl.is/Poosh

Raunveruleikaþáttastjarnan og þriggja barna móðirin Kourtney Kardashian segir í nýrri færslu á lífstílsvefsíðu sinni að hún hafi verið mjög ósátt með matinn í skólanum hjá börnum sínum. Hún á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Scott Disick, þau Mason, Penelope og Reign.

„Ég var ekki ánægð með matinn sem var í boði í skólanum hjá krökkunum mínum, svo ég lét skólastjórann vita að ég væri ekki ánægð. Ég hef haldið áfram og sagt skoðun mína á alskyns hlutum, allt frá því hvaða mjólk er í boði og hvort einnota plast sé notað,“ skrifar Kardashian. 

Kardashian er meðvituð um að hún geti verið pirrandi en hún segir að það skipti ekki máli þar sem framtíð barna hennar í húfi. „Önnur hugmynd er að stinga upp á að krakkarnir (og kennararnir) setji sér markmið um að sóa minna af mat á hverju ári,“ skrifar hún.

Hún segir að hún reyni að kenna börnunum sínum um sjálfbæran lífstíl. „Um daginn spurði Penelope mig af hverju krem kæmi í plastflöskum, og satt best að segja gat ég ekki svarað henni. En ég glöð að hún sé að meðtaka áhyggjur mínar um daglega plastnotkun okkar,“ skrifar Kardashian.

Kardashian reynir að vera fyrirmynd fyrir börnin sín og ferðast um með fjölnota vatnsflösku og kaffibolla. Þá notar hún einnig býflugnavax pappír til að setja yfir afganga og notar fjölnota poka undir ávexti og snarl.

View this post on Instagram

My heartbeat.

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on May 12, 2019 at 8:56am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert