Eddie Murphy orðinn afi

Eddie Murphy á 10 börn og eitt barnabarn.
Eddie Murphy á 10 börn og eitt barnabarn. skjáskot/Instagram

Hinn 57 ára gamli leikari Eddie Murphy varð afi í fyrsta sinn á dögunum. Sonur Murphy, Miles Mitchell og kærasta hans Carly Olivia eignuðust dóttur 2. júlí.

Miles á Murphy með fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole Murphy, en leikarinn eignaðist sitt tíunda barn í fyrra með unnustu sinni Paige Butcher. Það er því ekki langt á milli yngsta sonar Murphy og elsta barnabarns hans. 

Hin nýbakaða amma Nicole birti mynd af litlu ömmustelpunni sinni og óskaði hinum nýbökuðu foreldrum til hamingju með hana. Systir Miles, Bria, birti einnig mynd af frænku sinni og óskaði foreldrunum til hamingju.mbl.is