Fatnaður fyrir „hamingjusamar“ mæður

Kate Hudson í sátt við sjálfa sig og náttúruna.
Kate Hudson í sátt við sjálfa sig og náttúruna.

Leikkonan Kate Hudson er móðir með hugsjónir. Hún er á því að mikilvægt sé að vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir og býr nú til fallegan fatnað fyrir konur sem unninn er úr endurnýtanlegu plasti svo eitthvað sé nefnt. 

Fatamerkið Happy X Nature er umhverfisvænt merki sem Hudson stýrir þar sem hún gerir fatnað fyrir hugsandi hamingjusamar konur.

Á vef Marie Claire útskýrir hún hvernig ljós skyrta er unnin frá grunni: „Þessi skyrta er búin til úr endurnýtanlegum vatnsflöskum.“ Hudson útskýrir í viðtalinu hvernig plastflöskurnar eru endurnýttar í þráð sem er síðan notaður í skyrtuna sem lítur út fyrir að vera úr silki. 

„Náttúran gerir okkur hamingjusamar og síðan er mikilvægt að við gerum náttúruna hamingjusama á móti,“ segir hún í viðtalinu.

Hudson er mikil fjölskyldukona og gerði gulan kjól handa mömmu sinni sem fáanlegur er í tískulínunni. Kjóllinn heitir Hawn og er í anda þess sem móðir hennar klæðir sig í á frídögum.

View this post on Instagram

#repost @katehudson ・・・ The day has arrived! 🙌 Happy x Nature website is up and I can’t wait for you to explore and shop our happy little world we created. 💛💛💛💛 Our story is a love story really. A love of nature and all things natural. We love how nature makes beauty look so easy and effortless. And, that’s been our inspiration for our fashion and for our commitment to the environment. Our goal is simple – making you and nature happy with easy, free-spirited fashion that minimizes our impact on non-renewable resources. From the factories and mills we choose to packaging and garment tags, we’ll explore every option, always looking for eco-aware solutions. The skinny jeans is using 2 plastic bottles... Recycled. The fabrics we choose are a big part of our mission of striving to make a difference for this generation and generations to come. Airy cotton voiles, earthy laundered cottons and cotton flax are mixed with organic and recycled fabrics. We’re especially excited about Repreve®, made of recycled plastic bottle yarns. There’s no throw-away paper on our fashion. We use eco-friendly fabric tags and no plastic. Our shipping bags are bio-degradable and will decompose in just 12 to 18 months… so order everything you love, with no worries! We’re always looking for new ways to ensure that generations to come will be happy x nature. Take the scenic route with us! HAPPY SHOPPING ☀️#happyxnature

A post shared by HappyXNature (@happyxnatureofficial) on Apr 4, 2019 at 4:22am PDT

Það vilja margar konur líkjast leikkonunni Kate Hudson. Fatamerkið Happy X Nature er unnið í samvinnu við kærasta Hudson; Danny Fujikawa. Þau hafa þekkst lengi en opinberuðu sambandið sitt fyrir fáeinum árum. Saman eiga þau eina dóttur. 

Fujikawa er af japönskum ættum. Hann er því vel kunnur máltakinu um að hamingjusöm mamma geri fjölskylduna hamingjusama.

View this post on Instagram

Embrace your style & go your own way with the Cloud Maxi Dress…made with @repreve fibers from recycled plastic bottles. #happyxnature

A post shared by HappyXNature (@happyxnatureofficial) on Jun 25, 2019 at 8:13am PDT

View this post on Instagram

A floral maxi meets @repreve recycled fabric for one dazzling future. #happyxnature #hxn

A post shared by HappyXNature (@happyxnatureofficial) on Jun 18, 2019 at 9:03am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert