Anne Hathaway á von á barni númer 2

Anne Hathaway á von á sínu öðru barni.
Anne Hathaway á von á sínu öðru barni. AFP

Leikkonan Anne Hathaway á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum Adam Shulman. Hathaway greindi frá óléttunni í gær og bætti við að það hafi ekki verið auðvelt fyrir þau Shulman að geta barn. 

„Öllu gríni sleppt, til allra þeirra sem eru að ganga í gegnum ófrjósemi og getnaðarhelvíti, það var ekki bein lína að báðum meðgöngunum mínum. Sendi ykkur auka ást,“ skrifaði Hathaway. 

Fyrir eiga þau Shulman soninn Jonathan sem verður þriggja ára á árinu. Hathaway og Shulman hafa verið gift frá árinu 2012. mbl.is