Segir kynjaveislur úrelt fyrirbæri

Kynjaveislur eru vinsælar.
Kynjaveislur eru vinsælar. Pexels

Konan sem titlar sig sem upphafskonu kynjaveislnanna, Jenna Myers Karvunidis, segir að kynjaveislur séu úreltar árið 2019. Kynjaveislur eru veislur sem haldnar eru til að tilkynna af hvaða kyni ófætt barn er.

Karvunidis segir í færslu á Facebook að hún sé mjög efins um tilgang kynjaveislna. Hún hélt eina af fyrstu kynjaveislunum árið 2008. Hún skrifaði um veisluna á netinu, og fór í viðtal í kjölfarið. Síðan þá hafa vinsældir veislnanna aukist mjög mikið. Í færslunni greinir hún einnig frá því að dóttir hennar sé stelpa sem klæðist jakkafötum. 

„Hverjum er ekki sama af hvaða kyni barnið er? Mér var ekki sama á þeim tíma sem ég hélt veisluna því að árið var ekki 2019 og við vissum ekki það sem við vitum nú,“ skrifar Karvunidis. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert