Elskar nýja hlýja og mjúka líkamann

Amy Schumer er gift kona.
Amy Schumer er gift kona. AFP

Leikkonan og uppistandarinn Amy Schumer skrifaði í athugasemd á Instagram að hún elski nýja, mjúka og hlýja líkamann sinn. Í athugasemdinni skrifaði hún einnig að hún væri svo glöð að finna fyrir meiri orku. 

Hún eignaðist sitt fyrsta barn 5. maí síðastliðinn og hefur verið dugleg að birta myndir af raunveruleika sínum síðan. Um helgina birti hún mynd af sér, eiginmanni sínum og syni þeirra á ströndinni. Schumer klæddist svörtum sundbol og leit mjög vel út. 

Schumer hefur birt myndir af sér í misjöfnu ástandi eftir fæðinguna, og reglulega látið sjást í hvítu spítalabrókina sem svo margar konur þekkja af eigin raun.

View this post on Instagram

We’re good

A post shared by @ amyschumer on Jul 28, 2019 at 3:09pm PDT

mbl.is