Fæddi barn inni í skáp

Drengurinn kom í heiminn í skápnum.
Drengurinn kom í heiminn í skápnum. Skjáskot/Instagram

„Ég fæddi óvart barnið mitt heima í gærkvöldi, í skápnum í hjónaherberginu,“ skrifar Bachelor in Paradise-stjarnan Jade Roper Tolbert á Instagram. 

Hún og eiginmaður hennar Tanner Tolbert buðu sitt annað barn velkomið í heiminn á þriðjudag, en fæðingin fór ekki alveg eins og þau höfðu séð fyrir sér. Sem fyrr segir kom drengurinn litli í heiminn inni í fataskáp þeirra. 

Talbert átti enn tvær vikur eftir í settan dag. Í færslunni segir hún að hún hafi misst vatnið og 75 mínútum síðar hafi hún fætt son þeirra í fataskápnum. Þeim hjónum til halds og trausts voru mamma hennar, tengdamamma hennar, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn. 

Hún segir að þessi fæðing hafi verið gjörólík þeirri fyrri. Þegar þau buðu dóttur sína velkomna í heiminn fyrir tveimur árum var hún sjö tíma að koma henni í heiminn. Hún ætlaði því að taka því rólega og fara í stutt bað áður en þau drifu sig upp á spítala. En syni hennar hugnuðust greinilega ekki rólegheitin í mömmu sinni og dreif sig í heiminn.

View this post on Instagram

I accidentally gave birth at home last night, in our master closet. I’ve been still processing the shock of this all, as this was not all at what I had planned, but I am so so thankful for each person who helped bring our son into the world safely. I’ll share my whole birth story soon, but long story short, my waters broke and 75 minutes later I gave birth to our healthy baby boy while clutching a bench in our closet. It was one of the scariest moments of my life because I felt so out of control, but Tanner, Tanner’s mom, my mom and the medics and firefighters kept me going when I felt like the world was caving in on me and my unborn baby. I was going to share the happy, cute Instagrammable pics first, but this felt right to me. So incredibly grateful for the support system we had and for this beautiful boy I get to hold in my arms.

A post shared by Jade Roper Tolbert (@jadelizroper) on Jul 30, 2019 at 5:25pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert