Hafdís Huld eignaðist dreng

Hér eru hjónin Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright á ...
Hér eru hjónin Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright á brúðkaupsdaginn sinn árið 2017. Ljósmynd/Gassi

Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir og eiginmaður hennar Alisdair Donald Wright eignuðust dreng 23. júlí. Þetta er annað barn þeirra hjóna, en fyrir eiga þau 6 ára dótturina Arabellu sem var spennt að verða stóra systir. 

Hafdís Huld og Alisdair kynntust fyrst árið 2006 í Lundúnum og gengu í það heilaga árið 2017. Þau starfa bæði í tónlistarbransanum og eru með stúdíó uppi í Mosfellsdal þar sem þau eru einnig búsett. 

Barnavefur mbl.is óskar þeim til hamingju með soninn.

View this post on Instagram

Our gorgeous baby boy was born on july 23rd. Seeing Arabella holding her brother and singing him lullabies is the most beautiful thing I can imagine. Life is good 💕#newbaby #brotherandsister #newborn #family

A post shared by Hafdís Huld Þrastardóttir (@hafdishuld) on Jul 25, 2019 at 5:04pm PDT

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu