Hafdís Huld eignaðist dreng

Hér eru hjónin Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright á …
Hér eru hjónin Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright á brúðkaupsdaginn sinn árið 2017. Ljósmynd/Gassi

Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir og eiginmaður hennar Alisdair Donald Wright eignuðust dreng 23. júlí. Þetta er annað barn þeirra hjóna, en fyrir eiga þau 6 ára dótturina Arabellu sem var spennt að verða stóra systir. 

Hafdís Huld og Alisdair kynntust fyrst árið 2006 í Lundúnum og gengu í það heilaga árið 2017. Þau starfa bæði í tónlistarbransanum og eru með stúdíó uppi í Mosfellsdal þar sem þau eru einnig búsett. 

Barnavefur mbl.is óskar þeim til hamingju með soninn.

mbl.is