Fjölskyldan skipti mestu máli

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. mbl.is/AFP

Það kom mörgum á óvart þegar enski knattspyrnumaðurinn Wayne Roo­ney skrifaði undir hjá enska B-deildarliðinu Derby á dögunum. Rooney sagði á blaðamannafundi að fjölskylduaðstæður hefðu spilað inn í ákvörðun hans að snúa heim frá Bandaríkjunum að því fram kemur á vef Hello. 

Rooney á synina Kai sem er níu ára, Klay sem er sex ára, Kit sem er þriggja ára og hinn eins árs gamla Cass með eiginkonu sinni Coleen Rooney. 

„Það er eitthvað sem við horfðum til, eigandi fjóra unga stráka og þetta er mikilvægur tími í skólanum fyrir elsta strákinn minn,“ sagði Rooney um hvernig fjölskylduhagir hans spiluðu inn í ákvörðunina. 

„Þetta er það mikilvægasta fyrir mig en þetta var ekki ákvörðun eingöngu byggð á fjölskylduhögum,“ sagði Rooney og sagði aðra þætti einnig hafa spilað inn í ákvörðun sína. 

View this post on Instagram

Family day out in Washington 🤣🙌❤️🍦

A post shared by Coleen Rooney (@coleen_rooney) on Jun 24, 2019 at 7:42am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert