Prinsessan ullaði á almúgann

Karlotta rak út úr sér tunguna.
Karlotta rak út úr sér tunguna. AFP

Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynja virðist hafa lært ýmiskonar brellur frá frænda sínum Harry Bretaprins ef marka má myndir af henni síðan í gær. 

Prinsessan litla var stödd á bátakeppni með foreldrum sínum og eldri bróður. Konungsfjölskyldan vinkaði í gesti og gangandi, en Karlotta litla var ekki á þeim buxunum að vinka og rak tunguna út úr sér. Mamma hennar greip inni í bað hana vinsamlegast að hætta, þó atvikið hafi verið hlægilegt. 

Karlotta hefur áður rekið út úr sér tunguna, síðast í brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju. Þar fetar hún í fótspor Harrys var tvisvar sinnum myndaður með tunguna úti þegar hann var barn. Í annað skiptið í fangi móður sinnar árið 1987 og í seinna skiptið í brúðkaupi móðurbróður síns Charles Spencer árið 1989. 

Katrín greip inn í og siðaði dóttur sína til.
Katrín greip inn í og siðaði dóttur sína til. AFP
Stríðnisglott kom á andlit prinsessunnar ungu þegar tungan hvarf.
Stríðnisglott kom á andlit prinsessunnar ungu þegar tungan hvarf. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert