Ráð Jolie til dætra sinna

Angelina Jolie á sex börn þar af þrjár dætur.
Angelina Jolie á sex börn þar af þrjár dætur. mbl.is/AFP

Angelina Jolie ráðleggur dætrum sínum að vera sjálfstæðar frekar en að hugsa um útlitið. Þetta kemur fram í lok pistils Jolie í Elle þar sem umfjöllunarefni hennar er konur sem eru stimplaðar sem illa innrættar eða nornir.

„Ég segi dætrum mínum oft að það mikilvægasta sem þær geta gert er að þróa hugann. Þú getur alltaf farið í fallegan kjól en það skiptir ekki máli hverju þú klæðist ef hugur þinn er ekki sterkur. Það er ekkert meira aðlaðandi, þú gætir jafnvel sagt töfrandi, en kona með sjálfstæðan vilja og sínar eigin skoðanir,“ skrifar Angelina Jolie. 

Leikkonan og mannréttindafrömuðurinn á þrjár dætur með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Brad Pitt. Zahara er 14 ára, Shiloh er 13 ára og Vivenne er 11 ára. Jolie á einnig þrjá drengi. 

Angelina Jolie ásamt börnum sínum Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley …
Angelina Jolie ásamt börnum sínum Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt og Shiloh Nouvel Jolie-Pitt. mbl.is/AFP
mbl.is