Næsta barn mun ekki koma óvart

Amanda Seyfried á eina dóttur.
Amanda Seyfried á eina dóttur. mbl.is/AFP

Leikkonan Amanda Seyfried á tveggja ára dóttur með eiginmanni sínum Thomas Sadoski. Hún elskar að vera mamma og langar að eiga fleiri börn en er ekki tilbúin strax. Seyfried opnaði sig um móðurhlutverkið í viðtali við People en hún er vön að halda dóttur sinni utan kastljósi fjölmiðla og greinir ekki einu sinni frá nafni dóttur sinnar. 

Seyfried segir að óléttan hafi komið ánægjulega á óvart. „Ef það gerist þá lætur þú það ganga,“ sagði Seyfried. 

„Ég vil verða ólétt aftur en ég er ekki tilbúin til þess að eignast annað,“ sagði leikkonan og útskýrði af hverju. „Ég vil að dóttir mín verði byrjuð í skóla og þá hef ég meiri tíma ein með nýja barninu. En þetta er svo erfitt að skipuleggja.“

Seyfried segist fá mikla hjálp frá móður sinni sem hjálpar litlu þriggja manna fjölskyldunni og kallar móður sína þriðja foreldrið. „Ég er heppin að það eru þrír foreldrar. Og ef þrír gætu eignast barn saman væri það alveg frábært. Það þarf mikið til.“ 

View this post on Instagram

#fbf Croatia ‘17 for @mammamiamovie

A post shared by Amanda Seyfried (@mingey) on May 24, 2019 at 8:17am PDT

mbl.is