Smábarnið sem tryllir allt

Móðir Ainni birtir myndir af henni á Instagram.
Móðir Ainni birtir myndir af henni á Instagram. Samsett mynd

Smábarn frá Kóreu hefur slegið í gegn á Instagram-síðu móður sinnar. Stúlkan sem heitir Ainni er í hlutverki einhvers konar tískubloggara á síðunni en Instagram-síðan er með fjöldann allan af fylgjendum.

Meðal aðdáenda litlu stúlkunnar eru söngkonan Ariana Grande og Game of Thrones-leikkonan Lena Heady. Fer fylgjendatalan nú bara upp á við en flestar myndirnar á Instagram-síðunni eru af litlu stúlkunni. 

Ainni litla hegðar sér eins og tískubloggari á samfélagsmiðlinum og tekur sjálfur af sér í spegli í flottum fötum. Hún minnir oftar á fullorðna manneskju en smákrakka á myndunum. mbl.is