Dóttirin ekki í forgangi hjá Mama June

Mama June ásamt dóttur sinni Honey Boo Boo.
Mama June ásamt dóttur sinni Honey Boo Boo. skjáskot/The Sun

Honey Boo Boo, Yngsta dóttir Mama June, eða Shannon June, er ekki í forgangi hjá henni og hefur hún engan áhuga á að taka við henni aftur. Honey Boo Boo hefur verið í fóstri hjá systur sinni, Pumpkin, síðan í vor.

Fjölskyldan setti June afarkosti á dögunum og bauð henni að taka við dóttur sinni aftur með tveimur skilyrðum, hún yrði að hætta með kærastanum sínum Geno og leita sér aðstoðar vegna fíknar sinnar. June hafði engan áhuga á því, og Honey Boo Boo því enn í umsjá systur sinnar. 

June hefur brennt allar brýr að baki sér síðustu mánuði ásamt kærasta sínum Geno. Þau hafa bæði verið tekin fyrir vörslu á fíkniefnum. Hún hefur sést reglulega í spilavítum og hann var tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna er hann keyrði inn í hús June. 

Af þessum ástæðum hefur Honey Boo Boo verið í fóstri hjá systur sinni um nokkurt skeið og ekki sér fyrir endann á því. Systir hennar er fjárhaldsmaður hennar, til þess að tryggja að móðir þeirra eyði peningum hennar ekki í fíkniefni og fjárhættuspil. 

Honey Boo Boo verður áfram hjá Pumpkin.
Honey Boo Boo verður áfram hjá Pumpkin. Skjáskot/Instagram
mbl.is