Íhugar að gera heimildarþætti um meðgönguna

Amy Schumer íhugar að gera heimildarþætti.
Amy Schumer íhugar að gera heimildarþætti. Skjáskot/Instagram

Uppistandarinn og leikkonan Amy Schumer íhugar það að gera heimildarþætti um meðgöngu og fæðingu sína. Schumer átti sitt fyrsta barn nú á vormánuðum og hefur verið mjög opinská um allt ferlið sem því fylgdi. 

Hún spurði fylgjendur sína á Instagram hvort einhverjir myndu hafa áhuga á að horfa á heimildarþættina og fékk nokkuð góð viðbrögð. Leikkonan Glen Close sagðist hafa áhuga sem og fleiri þekktar konur í skemmtanabransanum. 

Schumer þjáðist af morgunógleði alla meðgönguna, en það er alvarlegasta form morgunógleði og kallast hyperemesis gravidarum.

View this post on Instagram

Would anyone be interested in seeing a docu series of my pregnancy and birth?

A post shared by @ amyschumer on Aug 11, 2019 at 8:18pm PDT

mbl.is