Nýjasta tískan að klæðast eins og barnið

Rani Rose ásamt móður sinni Kate Hudson. Þær hafa vakið …
Rani Rose ásamt móður sinni Kate Hudson. Þær hafa vakið athygli víða fyrir dásamlega fallega samsetningu.

Leikkonan Kate Hudson hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hún er bæði að koma sér í form eftir barneignir fyrir næsta kvikmyndahlutverk sitt og að fylgja eftir nýju tískumerki sem hún setti á laggirnar í byrjun ársins. Vörumerkið heitir Happy X Nature og geta konur á öllum aldri fundið fallegan fatnað sem búinn er til í samvinnu við umhverfið og náttúruna. 

Hudson vakti athygli nýverið fyrir að vera í kjól í stíl við kjól dóttur sinnar, Rani Rose, sem fæddist á síðasta ári. Ekki er vitað hvort hún stefni á að bjóða upp á barnafatnað með nýja vörumerki sínu, en eitt er ljóst að það að klæðast í stíl við barnið er ekki svo galin hugmynd. Kannski er Hudson að koma af stað nýrri tískubylgju. 

Fleiri aðilar eru að stökkva á þennan tískuvagn og má nefna Kardashian-systurnar sem dæmi um það. 

View this post on Instagram

A leopard and her cub 🐆

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Aug 6, 2019 at 10:01am PDT 

mbl.is