Dóttir Marínar Möndu og Hannesar fædd

Hannes Frímann Hrólfsson og Marín Manda Magnúsdóttir.
Hannes Frímann Hrólfsson og Marín Manda Magnúsdóttir.

Marín Manda Magnúsdóttir og Hannes Frímann Hrólfsson eignuðust dóttur í gær. Móður og barni heilsast vel. 

„Þessi dásemd ákvað að koma í heiminn í gær, 15. ágúst og er nú þegar búin að bræða alla fjölskylduna með nærveru sinni. Hannesdóttir fæddist 3754 gr. og 52 cm. Pabbinn bretti upp ermarnar, tók á móti henni og stóð sig eins og hetja. Allt gekk ótrúlega vel og ljónynjan okkur er svo ljúf og vær - nýtt líf er það magnaðasta sem til er....og mamman, hún er bara ástfangin,“ segir Marín Manda á Facebook-síðu sinni. 

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með dótturina. 

Marín Manda talar um að meðganga sé allskonar og ekki …
Marín Manda talar um að meðganga sé allskonar og ekki eigi að fókusera of mikið á útlit kvenna á þessum tíma.
mbl.is