Fylgja fordæmi Díönu í uppeldinu

Vilhjálmur og Katrín feta í fótspor Díönu prinsessu í uppeldinu.
Vilhjálmur og Katrín feta í fótspor Díönu prinsessu í uppeldinu. AFP

Vilhjálmur og Harry Bretaprinsar fylgja fordæmi móður sinnar sálugu í uppeldinu. Díana prinsessa hafði það alltaf að markmiði að synir hennar fengju eins venjulegt uppeldi og hægt var, miðað við stöðu þeirra.

Vilhjálmur og Harry tóku reglulega þátt í ýmsum konunglegum athöfnum, en einnig má sjá myndir af þeim að gera venjulega hluti eins og í lautarferð með foreldrum sínum og í fríum. Díana og Karl Bretaprins tóku syni sína reglulega með í ferðalög þegar þau voru í erindagjörðum fyrir krúnuna víða um heim. 

Vilhjálmur og Katrín ásamt börnum sínum þremur.
Vilhjálmur og Katrín ásamt börnum sínum þremur. AFP

Vilhjálmur og Katrín hafa fylgt fordæmi móður sinnar og hafa öll börn þeirra ferðast vítt og breitt með foreldrum sínum. Þau taka þátt í konunglegum viðburðum, vinka breskum almenningi af svölunum með langömmu sinni drottningunni. Nokkrum dögum síðar má svo kannski sjá þau borða nesti í skottinu á bíl. 

Harry og Meghan munu koma til með að fylgja fordæmi Díönu og stefna þau á að taka Archie litla með í ferðalag í haust.

Díana prinsessa fór stundum með þá Harry og Vilhjálm á …
Díana prinsessa fór stundum með þá Harry og Vilhjálm á McDonalds. mbl.is/AFP

Þetta er nokkurt nýmæli ef marka má sögu konungsfjölskyldunnar. Elísabet önnur Englandsdrottning og Filippus prins höfðu oft og tíðum lítil afskipti af uppeldi barna sinna og skildu þau reglulega eftir heima í höllinni þegar þau ferðuðust í konunglegar heimsóknir víða um heim. Elísabet og Filippus eignuðust fjögur börn, Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. Það er þó kannski ekki við drottninguna eða prinsinn að sakast, en fólk ferðaðist sjaldan með börn sín á 7. áratugnum.

Meghan og Harry með Archie Harrison.
Meghan og Harry með Archie Harrison. mbl.is/AFP
Karl og Elísabet ferðuðust sjaldan með börn sín til útlanda.
Karl og Elísabet ferðuðust sjaldan með börn sín til útlanda. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert