Besta afmælisgjöf Madonnu

Mæðginin syngja saman.
Mæðginin syngja saman. Skjáskot/Instagram

Börnum Madonnu er margt til listanna lagt, en þau sungu saman í afmælisveislu mömmu sinnar um helgina. Poppdrottningin sjálf varð 61 árs 16. ágúst og hélt að sjálfsögðu upp á afmælið með almennilegri veislu. 

Í myndbandinu hér að neðan má sjá son hennar David Banda syngja lagið Your Song með Elton John. Madonna tekur svo undir með syni sínum ásamt öðrum partýgestum. Í myndbandinu má einnig sjá systur David, Estere, Stellu og Mercy. 

mbl.is