56 og á von á fyrsta barninu

Quentin Tarantino og Daniella Pick.
Quentin Tarantino og Daniella Pick. mbl.is/AFP

Leikstjórinn Quentin Tarantino og eiginkona hans, ísraelska söngkonan Daniella Pick, eiga von á sínu fyrsta barni. Hinn 56 ára gamli leikstjóri og Pick sem verður 36 ára seinna á árinu gengu í hjónaband í lok nóvember á síðasta ári. 

„Daniella og Quentin Tarantino eru yfir sig ánægð að tilkynna að þau eiga von á barni,“ sagði í tilkynningu hjónanna til People. 

Hjónin kynntust þegar Tarantino var að kynna mynd sína Inglorious Basterds árið 2009. Síðan þau trúlofuðu sig árið 2017 eftir um eins árs samband hafa hlutirnir þróast hratt hjá hjónunum sem eiga nú von á erfingja. 

Tarantino er nýbúinn að frumsýna mynd sína Once Upon a Time in Hollywood svo koma barnsins hittir greinilega vel á. Leikstjórinn hefur greint frá því að hann ætli fljótlega að hætta að leikstýra kvikmyndum. Mögulega ætlar Tarantino að fara að einbeita sér að barnauppeldi. 

Quentin Tarantino og eiginkona hans Daniella Pick eiga von á …
Quentin Tarantino og eiginkona hans Daniella Pick eiga von á barni. mbl.is/AFP
mbl.is