Var ekki að ulla á almúgann

Karlotta ullaði í ágúst.
Karlotta ullaði í ágúst. mbl.is/AFP

Karlotta prinsessa komst í fréttir fyrir að reka út úr sér tunguna í byrjun ágúst. Töldu flestir að hin fjögurra ára gamla prinsessa væri að ulla á almenning eða ljósmyndara en nú hefur sannleikurinn komið í ljós. 

Samkvæmt heimildum People var prinsessan að ulla á móðurafa sinn, Michael Middleton. Karlotta var stödd á siglingakeppni í góðgerðarskyni með fjölskyldu sinni þegar atvikið átti sér stað.

Katrín hertogaynja benti á hóp af fjölskylduvinum og var afi Middleton þar á meðal. Í stað þess að vinka eins og mamma hennar ullaði prinsessan. Útskýrir þetta líklega ástæðuna fyrir því að Katrín fór að hlæja þegar Karlotta rak út úr sér tunguna.  

Katrín fór að hlæja þegar Karlotta ullaði.
Katrín fór að hlæja þegar Karlotta ullaði. mbl.is/AFP
mbl.is