Er prinsinn í grunnskóla eða framhaldsskóla?

Georg litli verður ansi sleipur í frönskunni eftir veturinn ef …
Georg litli verður ansi sleipur í frönskunni eftir veturinn ef marka má stundatöflu hans. AFP

Stundaskrá Georgs prins hefur dúkkað upp í breskum fjölmiðlum á síðustu dögum og velta margir því fyrir sér hvort prinsinn sé í grunnskóla eða framhaldsskóla. Georg er aðeins 6 ára gamall, en er í öðrum bekk í skólanum sínum Thomas Battersea í London. 

Á stundatöflu hans er stærðfræði, enska, vísindi, saga og landafræði. Hann mun einnig leggja stund á trúarbragðafræði, frönsku, listir, tækni, tónlist, leiklist, íþróttir og ballett. 

Georg litla mun ekki leiðast í vetur, þar sem hann fer tvisvar í viku í tónlistartíma og einu sinni í viku í ballett. Hann fer einu sinni í viku í 35 mínútna frönsku tíma og mun einnig læra um franska menningu samhliða því.

Katrín og Vilhjálmur þurfa að hlíða honum yfir heimavinnuna, en lagt er upp með að nemendur lesi í 10 mínútur heima á hverjum degi. Auk þess verða tilfallandi verkefni yfir veturinn sem eiga að taka um 20 mínútur. 

Karlotta prinsessa, systir Georgs, er að sögn heimildarmanna mjög spennt að byrja í skólanum með bróður sínum en hún byrjar nú í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert