Hvenær mega börn byrja að mála sig?

Má þessi litla stelpa vera með varalit?
Má þessi litla stelpa vera með varalit? mbl.is/Colourbox.dk

Á meðan sumir byrja ekki að mála sig fyrr en í menntaskóla eru aðrir sem eru byrjaðir að fikta við snyrtivörur löngu fyrir fermingu. Foreldrar eru ekki endilega sammála börnum sínum þegar kemur að þessu eins og kom fram í breskri könnun sem greint er frá á vef Independent.

Allir foreldrar sem tóku þátt voru sammála um að börn yngri en fimm ára ættu ekki að nota farða og varalit. Þeir voru þó ekki alveg sammála hvert aldurstakmarkið væri. 

Næstum því sjö af hverjum tíu karlmönnum vildu ekki gefa leyfi á snyrtivörur fyrr en börnin væru 16 ára. Konur voru aðeins mildari en meira en helmingur breskra kvenna eða 58 prósent voru sáttar við 14 ára aldurstakmark. 

Er hún nógu gömul?
Er hún nógu gömul? mbl.is/Colourbox.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert