Psalm yngstur og rólegastur

Psalm ásamt móður sinni.
Psalm ásamt móður sinni. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian segir að yngri sonur hennar, Psalm West, sé sá rólegasti af systkinunum. Psalm kom í heiminn snemma á þessu ári, en hann er fjórða barn þeirra Kardashian og Kanye West. 

„Litli karlinn minn er sá ljúfasti! Hann er besta barnið. Sefur alla nóttina og er langrólegasta barnið mitt. Hvernig varð ég svona heppin?“ skrifaði Kardashian um son sinn á Instagram. 
Psalm litli þykir nokkuð líkur eldri systur sinni Chicago, en staðgöngumóðir gekk með þau tvö. Kardashian gekk sjálf með eldri börn sín, North og Saint, en vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu var  henni ráðlagt að ganga ekki með fleiri börn. 
mbl.is