Dóttir Johnnys Depps enginn smákrakki lengur

Lily-Rose Depp var flott á rauða dreglinum.
Lily-Rose Depp var flott á rauða dreglinum. mbl.is/AFP

Dóttir Johnnys Depps og Vanessu Paradis er enginn smákrakki lengur eins og sést á myndum frá kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Lily-Rose Depp er tvítug og fetar nú í fótspor foreldra sinna en hún fer með eitt af aðalhlutverkunum í stórmyndinni The King sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á mánudaginn. 

Johnny Depp og Vanessa Paradis í byrjun árs árið 2006.
Johnny Depp og Vanessa Paradis í byrjun árs árið 2006. mbl.is/AP

Dóttir Depps og Paradis ólst upp í Frakklandi og Bandaríkjunum. Aðeins 15 ára var hún byrjuð að starfa sem fyrirsæta fyrir Chanel. Eftir nokkrar minni myndir er hún tilbúin að sigra Hollywood eins og faðir hennar. 

Lily-Rose Depp.
Lily-Rose Depp. mbl.is/AFP

Ekki nóg með að hún hagi sér eins og þær kvikmyndastjörnur sem foreldrar hennar eru á rauða dreglinum þá er Lily-Rose Depp einnig sögð vera að slá sér upp með einum heitasta leikara sinnar kynslóðar, Timothée Chalamet. Depp og Chalamet leika saman í myndinni The King og voru að sjálfsögðu bæði mætt á rauða dregilinn. 

Lily-Rose Depp, leikstjórinn David Michod og Timothee Chalamet.
Lily-Rose Depp, leikstjórinn David Michod og Timothee Chalamet. mbl.is/AFP

 

mbl.is