Sýndi kúluna sem hún faldi í Eurovision

Bar Refaeli með bumbuna út í loftið í Feneyjum.
Bar Refaeli með bumbuna út í loftið í Feneyjum. AFP

Ísraelska fyrirsætan Bar Refaeli sýndi stækkandi óléttukúluna á rauða dreglinum í Feneyjum á dögunum. Refaeli var kynnir í Eurovision í maí en þá fór lítið fyrir litlu kúlunni. Ekki var að sjá á Refaeli að hún væri þreytt og óglatt eins og fylgir oft fyrstu vikum meðgöngu. 

Refaeli greindi fyrst frá óléttunni rétt rúmum mánuði eftir að úrslitakeppnin fór fram í Tel Aviv. Nú er hins vegar kúlan orðin þokkalega stór og var Refaeli ekki feimin við að stilla sér upp fyrir ljósmyndara á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. 

Hér er Bar Refaeli ásamt að kynna Eurovision í maí.
Hér er Bar Refaeli ásamt að kynna Eurovision í maí. skjáskot/Youtube

Ekki er vitað hvenær nákvæmlega er von á barninu en það er ljóst að það verður nóg að gera á heimili fyrirsætunnar og eiginmanns hennar, Adis Ezra, en þetta er þriðja barn þeirra. Saman eiga þau dæturnar Liv sem er nýorðin þriggja ára og Elle sem fæddist í október 2017. 

mbl.is