Dóttir Jóhannesar Hauks stakk upp í pabba sinn

Hundur Jóhannesar Hauks er vonandi ekki jafn dómharður og börnin.
Hundur Jóhannesar Hauks er vonandi ekki jafn dómharður og börnin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ellefu ára dóttir leikarans Jóhannesar Hauks Jóhannessonar virðist kunna öll brögðin í bókinni til að siða pabba sinn til. Þeirri stuttu hefur þótt pabbi sinn eitthvað orðljótur ef marka má nýja færslu hans á Twitter. 

Jóhannes segir frá því að dóttir hans segist alveg geta hringt í Neyðarlínuna og eyðilagt líf hans.


Það er ekki bara dóttir Jóhannesar Hauks sem lætur hann heyra það heldur sonur hans líka. Fyrir fáeinum vikum deildi Jóhannes því á Twitter að syni hans þætti pabbi sinn heldur gráðugur og hugsa bara um peninga.

mbl.is