Jolie á tímamótum sem móðir

Angelina Jolie með börnum sínum Shiloh Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, …
Angelina Jolie með börnum sínum Shiloh Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, Knox Jolie-Pitt og Zahöru Marley Jolie-Pitt. mbl.is/AFP

Angelina Jolie er ekki bara súperstjarna heldur er hún móðir sex barna. Hún ræðir meðal annars móðurhlutverkið í viðtali við Hello en Jolie stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir sem móðir. 

Jolie á þau Maddox, 18, Pax, 15, Zahöru, 14, Shiloh, 13, og Vivienne og Knox, 11, með fyrrverandi eiginmanni sínum Brad Pitt. Börnin eru að eldast, það elsta flutt að heiman og farið í háskóla í Suður-Kóreu. 

„Þegar börnin þín eru lítil líður þér meira eins og mömmu. Þegar þau eru unglingar ferðu að muna eftir sjálfri þér sem unglingi. Þú sérð þau fara á pönkklúbba og þú skilur ekki af hverju þú getur ekki farið. Ég er á þessu skemmtilega tímabili að enduruppgötva mig,“ segir Jolie í viðtalinu um móðurhlutverkið. 

Jolie segist kenna börnum sínum góðvild. Hún segir mikilvægt að vera auðmjúk og hjálpa öðrum. Hún segir allt fólk mannlegt og með galla. 

„Ég reyni að vera fyrirmynd og vera góð og vinsamleg eins og móðir mín var  og ástrík og umburðarlynd,“ segir Jolie en segist ekki vera hrædd við að takast á við vandamál þegar þau koma upp enda sé mikilvægt að undirbúa næstu kynslóð vel fyrir verkefnin sem bíða hennar. 

Maddox Chivan Jolie-Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Vivienne Marcheline …
Maddox Chivan Jolie-Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, Knox Leon Jolie-Pitt og Shiloh Nouvel Jolie-Pitt. mbl.is/AFP
mbl.is