Kennir dætrum sínum að vera öruggar í eigin skinni

Kim Kardashian West með Psalm 3 mánaða, Chicago 19 mánaða, …
Kim Kardashian West með Psalm 3 mánaða, Chicago 19 mánaða, Saint 3 ára og North 6 ára. Ljósmynd/skjáskot Instagram.

Kim Kardashian segist reyna að kenna dætrum sínum að vera öruggar í eigin skinni með því að sýna þeim gott fordæmi. 

„Ég held að börnin mín séu aðeins of ung til að skilja hvað appelsínuhúð er eða eiga samræður um þessa hluti. En þau sjá líka að við erum fyrir framan myndavélina og ég elska að líða vel með sjálfa mig, og það er staður og stund,“ segir Kardashian West í viðtali við ELLE. Hún segir það ekki svo að hún sitji heima með líkamsfarða á sér allan daginn en hún sé samt mjög örugg í eigin skinni.

„North er ein sjálfsöruggasta manneskja á jörðinni þannig að ég held að það verði ekki vandamál hjá henni, en ég kenni henni að vera örugg og að vilja alltaf líða sem best,“ sagði Kardashian West.

Kardashian West á tvær dætur, North 6 ára og Chicago 1 árs, ásamt eiginmanni sínum Kanye West. Þau eiga einnig tvo drengi, Saint 4 ára og Psalm litla sem fæddist á þessu ári. Hún vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin og sýna það í verki. 

„Börnin mín sjá mig vakna og fara í ræktina á hverjum degi og ég man eftir að hafa séð mömmu mína hreyfa sig og spila tennis og aðrar íþróttir. Ég elska að börnin sjái mig hreyfa mig. Síðan tölum við mjög opinskátt um matinn sem við borðum og um að borða ekki of mikinn sykur,“ segir Kardashian West. 

Kim Kardashian West og dóttir hennar North á Balí.
Kim Kardashian West og dóttir hennar North á Balí. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is