Prinsessan elskar einhyrninga

Prinsessan unga elskar einhyrninga, líkt og margar ungar stelpur.
Prinsessan unga elskar einhyrninga, líkt og margar ungar stelpur. mbl.is/AFP

Karlotta prinsessa er einstaklega hrifin af einhyrningum að sögn pabba hennar, Vilhjálms Bretaprins. Vilhjálmur greindi frá þessu í samtali á slökkviliðsstöð á neyðarlínudaginn í Bretlandi. 

„Dóttir mín elskar einhyrninga. Elskar þá. Mjög svalt,“ sagði Vilhjálmur þegar hann rakst ár einhyrning búinn til úr boltum á slökkviliðsstöðinni.

Prinsessan unga hefur oft sést með alls konar einhyrningadót meðferðis og var meðal annars einhyrningalyklakippa á skólatöskunni hennar. Karlotta byrjaði í skólanum 6. september síðastliðinn. 

Ef vel er að gáð má sjá einhyrninga lyklakippu á …
Ef vel er að gáð má sjá einhyrninga lyklakippu á skólatöskunni. AFP
mbl.is