Genablandan eins en öll börnin fimm mjög ólík

Erna Rán á fimm börn með eiginmanni sínum Ingólfi.
Erna Rán á fimm börn með eiginmanni sínum Ingólfi. Ljósmynd/Aðsend

Erna Rán Arn­dís­ar­dótt­ir er fimm barna móðir auk þess sem hún rek­ur ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki ásamt fé­lög­um sín­um. Erna Rán ger­ir allt sem hún ætl­ar sér af full­um krafti hvort sem það viðkem­ur fjöl­skyldu­líf­i eða ferðalög­um og læt­ur það ganga upp enda skipu­lags­frík að eig­in sögn. 

Erna Rán kynnt­ist eig­in­manni sín­um Ingólfi Þór Tóm­as­syni þegar hún var í há­skóla og fljót­lega eft­ir það byrjuðu þau að eign­ast börn. Börn­in þeirra eru á aldr­in­um sjö til 16 ára en tvö skóla­ár eru á milli þeirra Tóm­as­ar Nökkva, Kristjáns Fannars, Eriks Þórs, Nadíu Rán­ar og Helenu Svandís­ar.

Hvernig breytt­ist lífið þegar þú varðst móðir?

„Lífið tók al­gjöra U-beygju hjá mér. Ég hafði verið í há­skól­an­um og tók það svona ekk­ert of al­var­lega. Ég hafði hug­ann aðeins meira við það að skemmta mér og í raun var ég mjög upp­tek­in við það. En síðan hitti ég mann­inn minn og fljót­lega eft­ir að við kynnt­umst langaði okk­ur bæði að eign­ast barn. Elsti son­ur okk­ar er svo fædd­ur rúmu ári eft­ir að við kynnt­umst,“ seg­ir Erna. 

Öll fjölskyldan í eins náttfötum á jólunum.
Öll fjölskyldan í eins náttfötum á jólunum. Ljósmynd/Aðsend

Var stefn­an alltaf sett á að eiga mörg börn?

„Ég var svo sem aldrei með neina ákveðna hug­mynd um það hversu mörg börn mig langaði til að eign­ast. Ég vissi að það væru alla­vega tvö eða fleiri. En þetta var ein­hvern veg­inn bara: „Hei ... við erum hvort eð er að standa í þessu núna – best að fara bara „all in“ og klára þetta á stutt­um tíma.“ Við erum svo­lítið þannig ég og maður­inn minn að ef okk­ur dett­ur eitt­hvað í hug þá ger­um við það alla leið.

Er eitt­hvað sem verður auðveld­ara með hverju barn­inu? En flókn­ara?

„Það sem er kannski auðveld­ara með hverju barni er að maður er nokk­urn veg­inn með það á hreinu hvað ger­ist næst varðandi þroska og bara al­mennt í líf­inu en það sem er ein­mitt á sama tíma flókið er að engin tvö börn eru eins og öll hafa þau mis­mun­andi þarf­ir. Manni finnst eig­in­lega hálffá­rán­legt að það séu fimm ein­stak­ling­ar inni á heim­il­inu  all­ir bún­ir til úr sömu gena­blönd­unni en all­ir svona rosa­lega ólík­ir.

Það verður líka aðeins flókn­ara með hverju barni að finna barnapöss­un. Það er ekki hver sem er sem nenn­ir að passa fimm börn. En ég á góða fjöl­skyldu sem hef­ur stigið inn og hjálpað okk­ur.“

Fjölskyldan í stærðarröð sumarið 2018.
Fjölskyldan í stærðarröð sumarið 2018. Ljósmynd/Aðsend

Hvað legg­ur þú áherslu á sem móðir?

„Mér finnst mik­il­væg­ast að börn­in mín læri að hugsa út fyr­ir ramm­ann. Við erum ekki öll eins og sum okk­ar passa bara alls ekki inn í þenn­an ramma sem sam­fé­lagið og skól­inn reyn­a að setja okk­ur öll í. Við höf­um ein­mitt bæði verið með börn sem una sér vel í skól­an­um og eiga auðvelt með að „passa í kass­ann“ en líka börn sem bara passa ekki í kass­ann og hafa átt erfitt upp­drátt­ar.       

Einnig leggj­um við áherslu á að börn­in okk­ar stundi íþrótt­ir eða sinni ein­hverju áhuga­máli fyr­ir utan skól­ann. Við höf­um alltaf verið mjög virk í því að taka þátt í tóm­stund­um barn­anna. Við leggj­um mjög mikið upp úr því að mæta á keppn­ir, tón­leika og stund­um æf­ing­ar barn­anna okk­ar. Fjöl­skyld­an mín hef­ur líka verið dug­leg að sinna börn­un­um mín­um á þenn­an hátt – það er alltaf gam­an að hafa klapplið á kant­in­um. Þau finna að við höf­um áhuga á því sem þau taka sér fyr­ir hend­ur og ég held að það hjálpi öll­um börn­um að finna að for­eldr­arn­ir hafi virki­leg­an áhuga á því sem þau eru að gera.“

Hef­ur upp­eldið eitt­hvað breyst með ár­un­um? 

„Já klár­lega hef­ur það breyst. Þegar ég varð móðir var ég 25 ára og var þá al­veg til­bú­in í þetta verk­efni – að ég hélt. Ég komst að því þegar leið á að þetta var aðeins stærra verk­efni en ég hafði gert mér grein fyr­ir. Tengda­mamma mín er tal­meina- og ein­hverf­u­sér­fræðing­ur – hún hef­ur gaukað að mér, og okk­ur, leiðum og lausn­um sem maður hafði ekki endi­lega hugsað út í áður. Maður er alltaf að læra eitt­hvað nýtt.

Síðustu árin höf­um við hjón­in einnig verið mikið í kring­um fé­lags­skap sem bygg­ist á sjálfs­rækt (e. per­sonal develop­ment) og þar höf­um við lært hell­ing um það hvernig maður get­ur bætt sig sem for­eldri og bara sem mann­eskja. Það hafa all­ir gott af því að hugsa út í það hvert maður stefnir og hvað maður get­ur gert bet­ur.

Stór hluti af okk­ar lífi eru ferðalög. Ég vil að börn­in mín sjái heim­inn og skilji að við erum mis­mun­andi og að það er til mis­mun­andi menn­ing og fólk lif­ir við mis­mun­andi aðstæður.“

Öll fjölskyldan á Gíbraltar 2018.
Öll fjölskyldan á Gíbraltar 2018. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig geng­ur ykk­ur að skipu­leggja fjöl­skyldu­lífið með mörg börn á heim­il­inu?

„Vel. Ég er skipu­lags­frík í eðli mínu og það hef­ur nokkuð oft verið gert grín að því. Þar sem ég rek mitt fyr­ir­tæki heim­an frá mér hef ég getað sinnt börn­um auðveld­lega þó svo að það séu veik­indi eða frí­dag­ar í skól­an­um. Þetta get­ur verið kost­ur en líka ákveðinn galli að þegar maður er heima að sinna veiku barni þá er maður líka í vinn­unni og end­ar á að gera kannski hvort tveggja bara svona hálf.

Þegar við bregðum okk­ur af bæ og för­um jafn­vel utan þá skil ég alltaf eft­ir að minnsta kosti tvær til þrjár blaðsíður af leiðbein­ing­um fyr­ir þann sem er að passa. Það þarf að sjá til þess að all­ir læri og mæti á rétt­um tíma á rétt­an stað.“

Það er ekki óal­gengt að það séu fimm börn í sam­sett­um fjöl­skyld­um en finn­ur þú fyr­ir því að færri hjón eign­ist fleiri en kannski þrjú börn sam­an? 

Já það er rétt – það eru ekki marg­ir sem eiga svona mörg börn. Við eig­um öll börn­in sam­an og við fáum ein­mitt þetta komm­ent mjög oft - fólk furðar sig á því. Ég á samt al­veg vini sem eiga mörg börn en eru sam­sett fjöl­skylda og það er ekk­ert minna mál. Ég held að það sé jafn­vel oft bara flókn­ara þar sem eru fleiri sem koma að for­eldra­hlut­verk­inu.“

Fjölskyldan í Marokkó
Fjölskyldan í Marokkó Ljósmynd/Aðsend

Hef­ur þú þurft að skipu­leggja þig og for­gangsraða öðru­vísi eft­ir að þú varðst móðir?

„Já klár­lega. Ég sjálf á auðvelt með að breyta og bæta plön­in mín – en ég hef þurft að læra það að það eru ekki al­veg all­ir þannig. Tveir af son­um mín­um eru ein­mitt ekki þannig. Það þarf að und­ir­búa all­ar breyt­ing­ar mjög mikið og byrja að ræða tím­an­lega við þá um það sem fram und­an er  þó svo að það sé til dæm­is fjöl­skyldu­frí eða skemmt­un þá eru þeir bara þannig að það þarf að und­ir­búa því ann­ars get­ur allt farið í hnút.“

Hver eru bestu ráðin sem þú átt fyr­ir nýbakaðar eða verðandi mæður?

„Ekki gleyma því að maður er líka maður sjálf­ur þótt maður verði mamma – ekki gleyma að lifa og hafa gam­an án barn­anna líka. Ég hef oft staðið mig að því að vera ófé­lags­leg og hitta jafn­vel ekki aðra full­orðna en mann­inn minn í nokkra daga þar sem maður er bara upp­tek­inn í því að lifa rútínu­líf­inu sínu. En til þess að geta verið skemmti­legt og gott for­eldri má maður ekki gleyma að vera maður sjálf­ur líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert