Segir barnauppeldið ærandi

Eva Mendes og Ryan Gosling eiga tvær dætur.
Eva Mendes og Ryan Gosling eiga tvær dætur. mbl.is/AFP

Leikkonan Eva Mendez segir barnauppeldið vera ærandi. Hún á tvær dætur með leikaranum Ryan Gosling og lýsir dögunum á heimili þeirra sem allt í senn skemmtilegum, fallegum og ærandi.

Dætur þeirra Mendez og Gosling eru þriggja og fimm ára. Því er mikið líf og fjör á heimilinu. „Þetta er erfitt, auðvitað. En tilfinningin í lok dags, þegar þú kemur þeim í rúmið og við Ryan horfum hvort á annað: „Okkur tókst það, okkur tókst það. Og það sést varla á okkur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa tækifærið til þess að vera heima með þær,“ sagði Mendez í viðtali við Access Daily.

Mendes viðurkennir að það geti verið erfitt fyrir þau hjónin að eiga kvöldstund tvö saman og því fylgi mikil skipulagning. „Sem betur fer fáum við mikla hjálp frá fjölskyldunni. Mörgum úr fjölskyldunni. Fjölskyldan mín býr hér. Fjölskyldan hans kemur í heimsókn. Þau búa í Kanada, en þau koma reglulega í heimsókn og eyða löngum stundum hér, sem er mjög kærkomið,“ sagði Mendes.

mbl.is